„Einhverjir brestir í félags- og heilbrigðiskerfinu“

„Það þarf að skil­greina og skýra bet­ur ábyrgð rík­is og sveit­ar­fé­laga í mál­efn­um barna,“ seg­ir Jó­hanna Sig­urðardótt­ir fé­lags­málaráðherra. Hún seg­ir að upp­lýs­ing­ar um dauðsföll mæðra í fíkni­efna­vanda frá ung­um börn­um sín­um sýni að það séu „ein­hverj­ir brest­ir í okk­ar fé­lags- og heil­brigðis­kerfi“.

Fram­kvæmda­stjóri Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur upp­lýsti í vik­unni að 12-13 mæður hefðu lát­ist úr af­leiðing­um fíkni­efna­neyslu og skilið eft­ir sig 20 ung börn. Til­kynn­ing­um um að ófædd­um börn­um sé hætta búin vegna fíkni­efna­neyslu kvenna á meðgöngu hef­ur líka fjölgað veru­lega.

„Þess­ar frétt­ir gefa til­efni til að fara yfir þessi barna­vernd­ar­mál í heild sinni. Reynd­ar erum við að því núna því að í þing­inu ligg­ur fyr­ir barna­verndaráætl­un sem m.a. snýr að barna­vernd­ar­nefnd­un­um. Síðan er ég með í far­vatn­inu að end­ur­skoða barna­vernd­ar­lög­in. Þess­ir skelfi­legu at­b­urðir, sem hafa verið að koma fram í dags­ljósið, munu ör­ugg­lega koma inn í það mál,“ sagði Jó­hanna.

Meira fer í mál­efni barna á hinum Norður­lönd­un­um

Jó­hanna sagði að fjár­mun­ir sem færu í þenn­an mála­flokk hefðu auk­ist veru­lega í tíð nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar. „Hitt er annað mál að það sem ég hef skoðað þessi mál á und­an­förn­um árum bend­ir til að við leggj­um þegar á heild­ina er litið minna til mál­efna barna en hin Norður­lönd­in og ég vona að á því verði breyt­ing,“ sagði Jó­hanna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka