Ferðamenn fastir á fáförnum slóðum

Lögregla á Selfossi kallaði tvisvar út björgunarsveitir í dag til að aðstoða erlenda ferðamenn sem höfðu fest sig á fáförnum hálendisvegum. Í morgun voru tveir Þjóðverjar sóttir að Hagavatni við Kjalveg en þar hafði fólkið þurft að hafast við í nótt.

Klukkan 16:50 barst síðan hjálparbeiðni til lögreglu frá öðrum ferðamönnum sem staddir eru við Þórsjökul. Samkvæmt GPS viðmiði virðast þeir vera á vegaslóða alveg upp við Langjökul. Björgunarsveit hefur verið send á staðinn en frekari upplýsingar um málið liggja ekki fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert