Forsetinn sjálfkjörinn

Ólafur Ragnar Grímsson verður settur í embætti að nýju í …
Ólafur Ragnar Grímsson verður settur í embætti að nýju í ágúst.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er sjálfkjörinn til þess að gegna embættinu næstu fjögur árin sem er fjórða kjörtímabil hans, þar sem ekkert annað framboð barst áður en framboðsfrestur rann út á miðnætti í nótt samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytisins.

Það þarf því ekki að efna til forsetakosninga 28. júní næstkomandi og er gert ráð fyrir að Hæstiréttur gefi út kjörbréf forseta fljótlega. Nýtt kjörtímabild hefst síðan 1. ágúst næstkomandi með innsetningu forseta. Ólafur Ragnar var fyrst kjörinn forseti árið 1996.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka