Lýsa stuðningi við Magnús Þór

Álykt­un þar sem lýst er stuðningi við bæj­ar­mála­fé­lag Frjáls­lynda flokks­ins á Akra­nesi og nú­ver­andi odd­vita flokks­ins þar, Magnús Þór Haf­steins­son, var samþykkt á miðstjórn­ar­fundi Frjáls­lynda flokks­ins sem lauk um kl. 22:00 í gær­kvöldi.

Einnig var kynnt álykt­un þing­flokks­ins um mál­efni flótta­manna en fund­inn sóttu miðstjórn­ar­menn flokks­ins víðsveg­ar af land­inu.

Stuðnings­yf­ir­lýs­ing­in við Magnús Þór Haf­steins­son vara­formann Frjáls­lynda flokks­ins og odd­vita bæj­ar­mála­fé­lags Frjáls­lyndra á Akra­nesi fylg­ir hér á eft­ir:

„Miðstjórn Frjáls­lynda flokks­ins lýs­ir yfir full­um stuðningi við Magnús Þór Haf­steins­son vara­formann flokks­ins í störf­um hans  sem sveit­ar­stjórn­ar­maður á Akra­nesi. Rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar hef­ur farið þess á leit við Akra­nes­bæ að sveit­ar­fé­lagið taki á móti allt að 60 flótta­mönn­um frá Írak á næstu tveim árum. Sem kjör­inn full­trúi í sveit­ar­stjórn hef­ur Magnús sinnt skyld­um sín­um með því að benda rétti­lega á slæl­eg­an und­ir­bún­ing máls­ins af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.  Jafn­framt hef­ur hann spurt eðli­legra spurn­inga sem hljóta að vakna þegar jafn stórt og viðamikið verk­efni kem­ur til umræðu og kallað eft­ir svör­um. Miðstjórn Frjáls­lynda flokks­ins harm­ar að viðbrögð Sjálf­stæðis­flokks­ins vegna þessa hafi orðið með þeim hætti að flokk­ur­inn kaus að binda enda á meiri­hluta sam­starf við Frjáls­lynda og óháða á Akra­nesi."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert