Margföld sala í snakki

Margir ætla að horfa á Eurobandið í kvöld.
Margir ætla að horfa á Eurobandið í kvöld. Reuters

Sala á snakki, salt­kexi, ídýf­um og gosi var sér­stak­lega mik­il fyr­ir helgi og er ástæðan ein­föld. Evr­óvi­sjón­helgi og fram­lag Íslands í úr­slit­um.

Guðmund­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­uss, seg­ir að al­mennt sé mik­il sala í þess­um vör­um fyr­ir og um Evr­óvi­sjón­helgi og því séu gerðar sér­stak­ar ráðstaf­an­ir í sam­bandi við pant­an­ir. Ekki hafi verið gerðar sér ráðstaf­an­ir eft­ir for­keppn­ina, þegar ljóst hafi verið að Ísland yrði í aðal­keppn­inni, held­ur mið tekið af söl­unni í fyrra og gert ráð fyr­ir meiri sölu með lagi Íslands áfram. „Þá er meiri gleði í kort­un­um," seg­ir hann.

Að sögn Guðmund­ar tók sal­an á um­rædd­um vör­um kipp í vik­unni og þá sér­stak­lega sal­an á snakki sem hann seg­ir að hafi marg­fald­ast. „Þetta er það sem fer á flug á svona kvöldi," seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert