Orkar tvímælis að stofna litla framhaldsskóla víða um land

Hjalti Jón Sveinsson skólameistari VMA við brautskráninguna í morgun.
Hjalti Jón Sveinsson skólameistari VMA við brautskráninguna í morgun. mbl.is/skapti

Hjalti Jón kom víða við í ávarpi sínu við braut­skrán­ing­una í morg­un og sagði m.a. mik­il­vægt að staldra ein­mitt við núna í ljósi þess að næsta haust verða að öll­um lík­ind­um geng­in í gildi ný lög um fram­halds­skóla. Hann sagði þau muni hafa ýms­ar breyt­ing­ar í för með sér, sem geta hvort sem er valdið fjölg­un nem­enda eða fækk­un.

„Helsta breyt­ing­in er sú að mín­um dómi að frama­halds­skól­ar munu í framtíðinni hafa meira frelsi til þess að laga nám­skrár hinn ýmsu brauta að aðstæðum hvers og eins auk þess sem gera má ráð fyr­ir að náms­fram­boð eins og hér í Verk­mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri muni aukast enn frek­ar.

Munu hin nýju lög­in aðeins taka gildi að tak­mörkuðu leyti á hausti kom­anda – enda fela þau í sér marg­vís­leg­ar breyt­ing­ar – en mik­il vinna bíður okk­ar næstu miss­er­in við að laga skóla­starfið að hinni nýju lög­gjöf og nýta tæki­fær­in sem þau gefa okk­ur.“

Pott­ur víða möl­brot­inn varðandi náms­efni

Hjalti Jón sagði sig og annað skóla­fólk gera sér von­ir um að nýju lög­un­um muni fylgja aukið fjár­magn inn í fram­halds­skóla­kerfið eins og til náms­efn­is­gerðar því að þar sé pott­ur víða möl­brot­inn, eins og hann komst að orði.

„Nú er tæki­færið fyr­ir stjórn­völd að bæta veru­lega í og aug­lýsa hrein­lega eft­ir fólki í fullt starf næstu tvö til þrjú árin til þess að semja kennslu­efni í fjöl­mörg­um grein­um sem yrði bæði í takt við nýja tíma og bætti úr þeirri brýnu þörf sem víða er fyr­ir hendi. Ófull­komn­ar kennslu­bæk­ur og skort­ur á kennslu­efni, jafn­vel al­gjör­lega í sum­um til­vik­um, gera vinnu kenn­ara miklu meiri en ella auk þess sem nem­end­ur eiga kröfu á því að slíkt sé fyr­ir hendi í öll­um grein­um.“

Í nýj­um fram­halds­skóla­lög­um er meðal ann­ars kveðið á um að í fjár­lög­um ár hvert skuli til­greind sú fjár­hæð sem veitt verði til að mæta
kostnaði nem­enda vegna náms­gagna, sem sann­ar­lega sé nýj­ung, sagði Hjalti Jón. Þá seg­ir að ráðherra muni setja regl­ur um skipt­ingu fjár­ins og fyr­ir­komu­lag þessa stuðnings.

„Með hliðsjón af þess­ari laga­grein er þeim mun mik­il­væg­ara að til sé gott og aðgengi­legt kennslu­efni – en segja má að um­rædd­ur skort­ur sé einn helsti veik­leiki fram­halds­skóla­kerf­is­ins í dag en einkum þó á sviði starfs- og verk­náms. – Í ljósi þess að jafn­ræði bók­náms og verk­náms sé eitt af meg­in­mark­miðum hinna nýju laga þá skora ég á stjórn­völd að nota nú tæki­færið og bæta hér úr skák svo um mun­ar,“ sagði skóla­meist­ari VMA.

Betra að efla al­menn­ings­sam­göng­ur

Þá vék Hjalti Jón að hug­mynd­um um að stofna litla fram­halds­skóla víðs veg­ar um landið. Kvaðst hann hafa fylgst með og tekið þátt í umræðum þar um und­an­far­in ár. „Sitt­hvað í þess­um hug­mynd­um finnst mér orka tví­mæl­is einkum og sér í lagi vegna þess að gert er ráð fyr­ir að hinir nýju skól­ar verði reist­ir í ná­grenni stærri skóla, sem hafa verið að byggja upp fjöl­breytt náms­fram­boð bæði verk­legt og bók­legt með hags­muni ákveðinna svæða í huga. Hér á ég við fyr­ir­ætlan­ir um stofn­un fram­halds­skóla á Reyðarf­irði, í næsta ná­grenni bæði við Verk­mennta­skóla Aust­ur­lands á Norðfirði og Mennta­skól­ann á Eg­ils­stöðum. Einnig er verið að ræða stofn­un skóla á Hvols­velli – en hingað til hafa nem­end­ur af Rangár­völl­um sótt Fjöl­brauta­skóla Suður­lands á Sel­fossi. Í þriðja lagi er verið að ræða stofn­un fram­halds­skóla í Grinda­vík – en Fjöl­brauta­skóli Suður­nesja í Kefla­vík hef­ur hingað til þjónað nem­end­um þaðan með sóma.“

Hjalti Jón seg­ist þeirr­ar skoðunar að skyn­sam­legra sé að efla al­menn­ings­sam­göng­ur inn­an þess­ara svæða, en þannig gæf­ist nem­end­um kost­ur á að sækja öfl­ugri skóla með miklu náms­fram­boði. Litlu skól­arn­ir muni aðeins geta boðið upp á tak­markaðar náms­leiðir – og þá fyrst og fremst á sviði bók­náms.

„Auk þess tel ég að hinir nýju skól­ar muni draga úr krafti þeirra sem fyr­ir eru sem þurfi þá jafn­vel í kjöl­farið að rifa segl­in með því að fækka kostnaðar­söm­um verk­náms­deild­um. Spurn­ing mín er því sú: Er þetta leiðin til að bæta aðgengi nem­enda á lands­byggðinni að fjöl­breyttu fram­halds­skóla­nám?“

Skóla­meist­ari VMA orðaði það svo að ekki væri gott að segja hvaða áhrif vænt­an­leg stofn­un fram­halds­skóla við ut­an­verðan Eyja­fjörð muni hafa á starf­semi fram­halds­skól­anna á Ak­ur­eyri ,sem báðir hafi verið í mik­illi sókn á und­an­förn­um árum. „Ekki verður það held­ur séð fyr­ir fyr­ir hvort nem­end­ur af Dal­vík munu frem­ur koma hingað en að fara til Ólafs­fjarðar þar sem fyr­ir­hugað er að reisa hinn nýja skóla. Þá er næsta víst að ein­hverj­ir nem­end­ur bæði úr Dal­vík­ur- og Fjalla­byggð munu eft­ir sem áður taka stefn­una á Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri og aðrir hingað í Verk­mennta­skól­ann í krafti hins mikla og kraft­mikla náms­fram­boðs.

Þá má geta þess að nem­end­ur af þessu svæði, alla vega hvað VMA varðar, hafa verið í for­gangs­hópi bæði á heima­vist­inni og við inn­töku ný­nema á haust­in.

Um þess­ar mund­ir er verið að end­ur­skoða al­menn­ings­sam­göng­ur um Eyja­fjörð og ég held því fram að fjölg­un ferða um svæðið myndi ekki síst þjóna fram­halds­skóla­nem­end­um.

Vissu­lega er gott að nem­end­ur geti sótt fram­halds­skóla í heima­byggð eða sem næst henni. Ég get samt ekki neitað því að þessi þróun, sem virðist vera far­in af stað, veld­ur mér nokkr­um áhyggj­um og hef ákveðnar efa­semd­ir um að hún verði til góðs þegar heild­ar­mynd­in er skoðuð,“ sagði Hjalti Jón.

Hluti nýstúdenta frá VMA við athöfnina í morgun.
Hluti ný­stúd­enta frá VMA við at­höfn­ina í morg­un. mbl.is/​skapti
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka