Veðurstofan spáir suðlægri átt, yfirleitt 3-8 m/s á landinu í dag. Skýjað verður með köflum eða léttskýjað um landið norðaustanvert. Annars verður skýjað að mestu en þurrt að kalla. Hiti verður 7 til 18 stig að deginum, hlýjast norðaustantil.
Næstu viku er g ert ráð fyrir suðlægri átt og hlýju í veðri, einkum norðaustanlands. Rigning verður með köflum sunnan- og vestanlands og stundum strekkingur vestantil en lengst af þurrt og bjart norðaustantil.