Flestir vilja Hönnu Birnu í embætti borgarstjóra

Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir. mbl.is/RAX

Flest­ir, sem tóku þátt í skoðana­könn­un Frétta­blaðsins, vilja að Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir verði borg­ar­stjóri þegar Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tek­ur við því embætti í mars á næsta ári. Sam­fylk­ing­in er með mest fylgi ein­stakra flokka í Reykja­vík sam­kvæmt könn­un­inni.

40,2% aðspurðra nefndu Hönnu Birnu þegar spurt var hver úr röðum sjálf­stæðismanna menn vildu að yrði borg­ar­stjóri. 15,2% nefndu Gísla Martein Bald­urs­son, 10,8% Vil­hjálm Þ. Vil­hjálms­son, 5,5% Júlí­us Víf­il Ingvars­son, 3,9% Kjart­an Magnús­son, 3% Þor­björgu Helgu Vig­fús­dótt­ur og 0,3% Jór­unni Ósk Frí­manns­dótt­ur.  

Þegar spurt var um stuðning við stjórn­mála­flokka sögðust 43,4% þeirra, sem tóku af­stöðu, myndu kjósa Sam­fylk­ingu ef kosið væri nú. 33,8% sögðust myndu kjósa Sjálf­stæðis­flokk, 14,1% VG, 4,2% Fram­sókn­ar­flokk og 4,2% Frjáls­lynda flokk­inn. Miðað við þetta fengi Sam­fylk­ing 7 borg­ar­full­trúa, Sjálf­stæðis­flokk­ur 6, VG 2 en aðrir eng­an mann.

Þá sögðust 27,7% styðja nú­ver­andi meiri­hluta Sjálf­stæðis­flokks og F-lista en 72,3% sögðust ekki styðja hann. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert