Hreindýraveiðimenn gangist undir skotpróf

mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson.

Skotfélag Austurlands vill að hreindýraveiðimenn gangist undir skotpróf hjá viðurkenndu skotfélagi áður en þeir halda til veiða.

Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var fyrir skömmu, var samþykkt ályktun þar sem segir að slíkt skotpróf yrði til þess að veiðimenn kæmu betur undirbúnir til veiðanna og þannig væri stuðlað að aukinni fagmennsku við hreindýraveiðarnar.

Kemur ályktunin í framhaldi af hugmyndum Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum um að skylda beri hreindýraveiðimenn til að undirgangast slíkt skotpróf fyrir veiðar. Skotfélag Austurlands lýsti jafnframt vilja til að taka þátt í framkvæmd skotprófa fyrir veiðimenn, m.a. með því að votta um hæfni þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert