Megum hæða trúarbrögð

Danski heimspekingurinn Lars Grassme Binderup segir rétt að berjast gegn ofbeldi gegn minnihlutahópum með því m.a. að banna hatursáróður. Einnig þurfi að ýta undir að innflytjendur í vestrænum samfélögum, þ.ám. múslímar, eigi auðveldara með að verða hluti samfélagsins en það verði best gert með því að tryggja þeim betri menntun og kjör.

Tjáningarfrelsið sé hins vegar svo mikilvægt að alls ekki megi setja því skorður til að hindra menn í að gagnrýna og jafnvel hæða trúarbrögð. Íbúar í lýðræðissamfélagi verði að sætta sig við að andstæðingar trúarbragða beiti oft harkalegum aðferðum, aldrei megi sætta sig við að hótað sé ofbeldi til að þagga niður í slíkum röddum. Auk þess ýti það undir tortryggni í garð minnihlutahópa ef þeim sé tryggð vernd gegn móðgunum gagnvart trú þeirra, fremur en t.d. kristnum. Hvaða hópur sem er geti þá í raun gengið á lagið, einnig guðleysingjar, og fullyrt að eitthvað í málflutningi annarra særi þá og þess vegna verði að setja honum skorður.

Jyllandsposten hafi siðferðislega séð ekki gert neitt rangt með því að birta umdeildar Múhameðsteikningar. Ritstjóri blaðsins, Flemming Rose, hafi verið sannfærður um að hættuleg sjálfsritskoðun væri farin að ryðja sér rúms vegna ótta manna við árásir af hálfu öfga-múslíma. Rose hafi talið að tjáningarfrelsinu væri ógnað og við því yrði að bregðast. En auðvitað megi deila um það hvort aðferð hans til að vekja umræður hafi verið heppileg. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka