Merki og hljómur dags barnsins

Merki dags barnsins heitir Samvera.
Merki dags barnsins heitir Samvera.

Verðlaun voru afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag fyrir merki og stef dags barnsins. Verðlaun fyrir besta merkið hlaut Bryndís Jóna Hilmarsson, og verðlaun fyrir besta stefið hlaut Kristín Hrönn.

Efnt var til samkeppni um merki og stef í tilefni dags barnsins, sem er í dag. Bryndís Jóna er fædd 1999 og stundar nám í Grundarskóla á Akranesi. Kristín Hrönn er fædd 1991.

Hátt á annað hundrað tillögur að merki og tugur stefja bárust dómnefndum, sem skipaðar voru fagfólki. Dómnefnd fyrir merki skipuðu: Halldór Baldursson, teiknari, Ámundi Sigurðsson, teiknari og lógómeistari Íslands og Guðbjörg Jakobsdóttir, hönnuður
Dómnefnd fyrir stef skipuðu: Felix Bergsson, leikari, söngvari og dagskrárgerðarmaður, Hansa, leikari og söngkona og Jónsi, söngvari og tónlistarmaður.

Hér má sjá merkið og hlýða á stefið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka