Merki og hljómur dags barnsins

Merki dags barnsins heitir Samvera.
Merki dags barnsins heitir Samvera.

Verðlaun voru af­hent við hátíðlega at­höfn í Ráðhúsi Reykja­vík­ur í dag fyr­ir merki og stef dags barns­ins. Verðlaun fyr­ir besta merkið hlaut Bryn­dís Jóna Hilm­ars­son, og verðlaun fyr­ir besta stefið hlaut Krist­ín Hrönn.

Efnt var til sam­keppni um merki og stef í til­efni dags barns­ins, sem er í dag. Bryn­dís Jóna er fædd 1999 og stund­ar nám í Grund­ar­skóla á Akra­nesi. Krist­ín Hrönn er fædd 1991.

Hátt á annað hundrað til­lög­ur að merki og tug­ur stefja bár­ust dóm­nefnd­um, sem skipaðar voru fag­fólki. Dóm­nefnd fyr­ir merki skipuðu: Hall­dór Bald­urs­son, teikn­ari, Ámundi Sig­urðsson, teikn­ari og lógó­meist­ari Íslands og Guðbjörg Jak­obs­dótt­ir, hönnuður
Dóm­nefnd fyr­ir stef skipuðu: Fel­ix Bergs­son, leik­ari, söngv­ari og dag­skrár­gerðarmaður, Hansa, leik­ari og söng­kona og Jónsi, söngv­ari og tón­list­armaður.

Hér má sjá merkið og hlýða á stefið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert