Borgarstjórinn fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar

Ólafur F. Magnússon
Ólafur F. Magnússon mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Borgarstjórinn í Reykjavík fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Könnunin sýnir að tæplega 60 prósent Reykvíkinga vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni en aðeins rúmlega 40 prósent að hann fari. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá borgarstjóranum í Reykjavík.

„Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefur ávallt verið fylgjandi því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Skoðanakönnunin sýnir að sjónarmið borgarstjóra í flugvallarmálinu njóta fylgis meirihluta Reykvíkinga."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert