Dottaði undir Ingólfsfjalli

Bíl­stjóri og farþegi hans sluppu ómeidd­ir eft­ir bíl­veltu á Bisk­upstungna­braut und­ir Ing­ólfs­fjalli um klukk­an fimm í dag. Að sögn lög­regl­unn­ar á Sel­fossi tel­ur ökumaður sig hafa dottað und­ir stýri og fór bíll­inn eina veltu eft­ir að  hann lenti utan veg­ar.

Hvorki öku­mann né farþega varð meint af velt­unni og var bíll­inn öku­fær eft­ir velt­una sem varð skammt frá Suður­lands­veg­in­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert