Einstæð náttúruperla seld

Hluti af Höfða við Mývatn ásamt sumarhúsi verða boðin til sölu á uppboði í næsta mánuði. Uppboðið verður haldið af sýslumanninum á Húsavík kl. 15 hinn 12. júní. Uppboðið fer fram á eigninni sjálfri. Það er haldið til slita á sameign núverandi eigenda jarðarinnar, afkomenda Héðins Valdimarssonar og Guðrúnar Pálsdóttur en þau eignuðust allan Höfða árið 1930.

Svæðið sem um ræðir er nálægt tveimur hekturum að stærð og er yst á tanganum en Skútustaðahreppur á Höfða að öðru leyti.

Höfði í Mývatnssveit er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum Norðurlands og er víðfrægur vegna undurfagurs landslags, gróðurfars og hins einstæða fuglalífs við Mývatn. Höfðinn sem upphaflega hét Hafurshöfði er klettatangi, sem gengur út í Mývatn að austanverðu. Hann er skógi vaxinn og tengist landi skammt frá þjóðveginum. Nú er þar friðað svæði sem er að stærstum hluta í eigu sveitarfélagsins, sem fólkvangur. Í Kálfastrandarvogi er einstæð náttúruperla, Kálfastrandarstrípar, sem eru sérstakar hraunmyndanir í vatninu, oft einnig nefndir Klasar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert