Einstæð náttúruperla seld

Hluti af Höfða við Mý­vatn ásamt sum­ar­húsi verða boðin til sölu á upp­boði í næsta mánuði. Upp­boðið verður haldið af sýslu­mann­in­um á Húsa­vík kl. 15 hinn 12. júní. Upp­boðið fer fram á eign­inni sjálfri. Það er haldið til slita á sam­eign nú­ver­andi eig­enda jarðar­inn­ar, af­kom­enda Héðins Valdi­mars­son­ar og Guðrún­ar Páls­dótt­ur en þau eignuðust all­an Höfða árið 1930.

Svæðið sem um ræðir er ná­lægt tveim­ur hekt­ur­um að stærð og er yst á tang­an­um en Skútustaðahrepp­ur á Höfða að öðru leyti.

Höfði í Mý­vatns­sveit er einn af fjöl­sótt­ustu ferðamanna­stöðum Norður­lands og er víðfræg­ur vegna und­urfag­urs lands­lags, gróðurfars og hins ein­stæða fugla­lífs við Mý­vatn. Höfðinn sem upp­haf­lega hét Haf­urshöfði er kletta­tangi, sem geng­ur út í Mý­vatn að aust­an­verðu. Hann er skógi vax­inn og teng­ist landi skammt frá þjóðveg­in­um. Nú er þar friðað svæði sem er að stærst­um hluta í eigu sveit­ar­fé­lags­ins, sem fólkvang­ur. Í Kálfa­strand­ar­vogi er ein­stæð nátt­úruperla, Kálfa­strand­ar­stríp­ar, sem eru sér­stak­ar hraun­mynd­an­ir í vatn­inu, oft einnig nefnd­ir Klas­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert