Tvær tilkynningar um stuld á díselolíu bárust lögreglunni í Borgarfirði í dag. Í báðum tilvikum var stolið á bilin 150 til 200 lítrum og að öllum líkindum fór stuldurinn fram um helgina.
Í öðru tilfellinu var stolið af færanlegum tanki í eigu verktaka í Búðardal en í hinu tilvikinu var stolið af vörubíl í Hvalfirði.
Varðstjóri lögreglunnar í Borgarnesi segist ekki muna eftir því að eldsneyti hafi verið stolið af tönkum síðan í lok áttundaáratugarins en að nú sé greinilegt að hátt eldsneytisverð sé farið að segja til sín og hvetur hann menn sem eiga tanka með miklu magni af eldsneyti að læsa þeim.
Málin eru í rannsókn, ekki er talið líklegt að þau tengist.