Mikið fjölmenni er á kynningarfundi, sem nú stendur yfir á Akranesi um móttöku flóttamanna en fundurinn er á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytis, Akraneskaupstaðar og Rauða Kross Íslands.
Góður rómur hefur verið gerður að erindum frummælenda á fundinum. Þar hafa m.a. verð kynnt flóttamannaverkefni og hvaðan fólk hefur komið hingað til lands. Þá hefur verið skýrt frá reynslu af móttöku flóttamanna á Hornafirði og Reykjanesbæ.
Bæjarstjórn Akraness hefur ákveðið að taka á móti allt að 30 flóttamönnum ef um semst við ríkisvaldið.