Hægri umferð 40 ára gömul

Frá H-deginum fyrir 40 árum
Frá H-deginum fyrir 40 árum mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Hægri umferð á Íslandi er 40 ára gömul í dag. Að morgni 26. maí árið 1968 var skipt yfir í hægri umferð á Íslandi. Mikill undirbúningur lá að baki þeim degi og gríðarlegur kostnaður til að dagurinn myndi takast sem best og umferðin yrði slysalaus.  

Umferðarráð mun standa fyrir viðburði í dag þar sem þessi atburður verður settur á svið. Fyrir framan Sjávarútvegshúsið á Skúlagötu 4, mun bíl verða ekið af vinstri akrein yfir á hægri. Þetta verður gert á sama stað og af sama manni og fyrstur ók yfir á hægri akrein fyrir 40 árum síðan, Valgarði Briem formanni H-nefndarinnar 1968. Notast verður við fornbíl frá þeim tíma sem vinstri umferð var við lýði hér á landi. Í kjölfarið fylgja ökutæki sem eru táknræn fyrir nútímaleg samgöngutæki.   

Að lokinni sviðsetningunni verður efnt til hátíðarsamkomu í lestrarsal Þjóðmenningarhússins og þar mun Kristján Möller samgönguráðherra flytja stefnuræðu sína í umferðaröryggismálum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert