Heimild til að taka 500 milljarða lán

Rík­is­sjóður fær heim­ild til að taka allt að 500 millj­arða króna er­lent lán á þessu ári til að auka gjald­eyr­is­forða Seðlabank­ans, sam­kvæmt frum­varpi, sem fjár­málaráðherra legg­ur fram á Alþingi. Árni M. Mat­hiesen, fjár­málaráðherra, sagði í frétt­um Útvarps­ins að ekki væri ljóst hvort öll heim­ild­in yrði nýtt, verði frum­varpið samþykkt.

Fram kem­ur í grein­ar­gerð með frum­varp­inu, að rík­is­stjórn­in og Seðlabanki Íslands hafi um nokk­urt skeið und­ir­búið aðgerðir til að styrkja gjald­eyr­is­forðann og auka aðgang Seðlabank­ans að er­lendu lausa­fé. Sú stefna hafi verið mörkuð af hálfu stjórn­valda fyrri hluta árs 2006 að gjald­eyr­is­forðinn skyldi efld­ur.

Veiga­mikið skref í þá átt hafi verið stigið í árs­lok 2006 með lán­töku rík­is­sjóðs að fjár­hæð einn millj­arður evra sem end­ur­lánað var Seðlabank­an­um. Vegna þeirr­ar erfiðu stöðu sem verið hafi á fjár­mála­mörkuðum að und­an­förnu þyki rétt að haldið verði áfram á þess­ari braut.

Ný­lega gerði Seðlabank­inn tví­hliða gjald­eyr­is­skipta­samn­inga við seðlabanka Svíþjóðar, Nor­egs og Dan­merk­ur sem hver um sig veit­ir Seðlabank­an­um aðgang að allt að 500 millj­ón­um evra gegn ís­lensk­um krón­um. Er­lend lán­taka rík­is­sjóðs í því skyni að efla gjald­eyr­is­forðann enn frek­ar sé til at­hug­un­ar. Jafn­framt þyki æski­legt að svig­rúm rík­is­sjóðs verði aukið til út­gáfu rík­is­verðbréfa á inn­lend­um markaði ef þess er tal­in þörf í því skyni að efla inn­lent fjár­mála­kerfi og stuðla að stöðug­leika á gjald­eyr­is­markaði.

Mik­il eft­ir­spurn eft­ir skamm­tíma­bréf­um að und­an­förnu hafi dregið nokkuð úr virkni pen­inga­stefnu Seðlabank­ans og haft óheppi­leg hliðaráhrif á skulda­bréfa- og gjald­eyr­is­markaði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert