Sögulegur atburður endurtekinn

00:00
00:00

Horfið var aft­ur til vinstri um­ferðar eitt and­ar­tak í Reykja­vík eft­ir há­degið í dag, þegar sviðsett­ur var sá sögu­legi at­b­urður er skipt var í hægri um­ferð á Íslandi fyr­ir 40 árum. Bíl var ekið af vinstri ak­rein yfir á þá hægri, líkt og fyrst var gert að morgni 26. maí 1968.

Ak­reina­skipt­in voru sviðsett á sama stað og þau fóru fram fyr­ir 40 árum, og und­ir stýri á göml­um Rambler var Val­g­arð Briem, sem ók þá fyrst­ur yfir á hægri ak­rein. Við hlið hans nú sat Kristján Möller sam­gönguráðherra, og í ný­tísku tvinn­bíl á eft­ir þeim kom Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra.

Það var Um­ferðarráð sem stóð að sviðsetn­ing­unni í dag, og að henni lok­inn var efnt til hátíðarsam­komu í lestr­ar­sal Þjóðmenn­ing­ar­húss­ins við Hverf­is­götu, þar sem Kristján flutti stefnuræðu sína í um­ferðarör­ygg­is­mál­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert