VG vilja breyta lögum um stjórn fiskveiða

mbl.is/ÞÖK

Vinstri grænir leggja það til að lögum um stjórn fiskveiða verði breytt í kjölfar niðurstöðu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að fiskveiðistjórnkerfi Íslendinga brjóti í bága við mannréttindasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem Íslendingar eru aðilar að.

VG vilja að stjórnvöld fullvissi mannréttindanefndina um að niðurstaða hennar verði tekin alvarlega. Þetta kemur fram í tillögum starfshóps Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um sjávarútvegsmál sem unnar voru í samráði við stjórn og þingflokk.

VG leggur til að íslensk stjórnvöld hefji þegar undirbúning að nauðsynlegum lagabreytingum í því skyni að gera það mögulegt að innkalla aflaheimildir frá núverandi handhöfum.

Til að flýta fyrir og hefja þegar aðlögun að framtíðarskipan mála munu stjórnvöld tryggja með lögum að unnt verði frá og með næsta fiskveiðiári að halda eftir hluta þeirra aflaheimilda sem leigðar eru innan ársins (t.d. 5%), þegar til endurúthlutunar kemur að ári.

Tillögur VG í heild 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert