Vitundarvakning um förgun gamalla lyfja

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kom með lyf til förgunar í …
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kom með lyf til förgunar í Lyfju í Lágmúla í dag. mbl.is/Valdís

Vitundarvakning um förgun gamalla lyfja hófst í dag á vegum Rannsóknastofnunar um lyfjamál.  Anna Birna Almarsdóttir, prófessor og forstöðumaður stofnunarinnar, segist telja að stór hluti gamalla lyfja fari í ruslið hjá fólki en slík förgun eigi hvergi annars staðar heima en í lyfjaverslunum.

Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2007 komu fimm tonn af lyfjum til förgunar hjá lyfjaverslunum. Flest lyfjanna komu úr dánarbúum en aðrir virðast frekar sturta lyfjum sínum, sem þeir eru hættir að nota eða eru útrunnin, niður eða henda þeim í ruslið. Sú leið er hins vegar slæm fyrir umhverfið. Þá er einnig hætta á að gömul lyf, sem dagar uppi í lyfjaskápnum heima, endi í röngum höndum, eða munni réttara sagt, fyrir slysni.

Reynslan sýnir að 57% eitrunartilfella eiga sér stað á heimilum og er það m.a. ástæða átaks rannsóknastofnunarinnar nú. 2,5 af hverjum þúsund börnum undir níu ára aldri urðu fyrir eitrunum samkvæmt tölum heilbrigðisstofnana árin 2001 og 2002. Tíðni eitrana meðal sjötugra og eldri er svipuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert