Veðurstofan spáir 15-20 stiga hita á Norðaustur- og Austurlandi í dag en annarstaðar á landinu verður hitinn 8-15 stig. Dálítil súld verður með köflum um landið vestanvert en léttskýjað austantil.
Gert er ráð fyrir sunnan- og suðvestanátt, 5-13 metrum á sekúndu. Heldur hægari vindur verður eftir hádegi
og léttir heldur til vestantil á landinu. Fremur hæg suðaustlæg eða
breytileg átt verður á morgun og víða léttskýjað, en skýjað með köflum um
landið vestanvert.