32 heimili voru hleruð á árunum 1949-1968

Kjartan Ólafsson.
Kjartan Ólafsson. mbl.is/Eyþór

Sím­ar á sam­tals 32 heim­il­um voru hleraðir vegna óska frá stjórn­völd­um í sam­tals sex hler­un­ar­lot­um á ára­bil­inu 1949–1968. Þar á meðal voru heim­ili 12 alþing­is­manna og áttu 9 þeirra sæti á Alþingi þegar hler­an­irn­ar fóru fram, en marg­ir höfðu aldrei tekið þátt í stjórn­mála­starfi og jafn­vel voru hleraðir sím­ar hjá fólki sem hafði verið dygg­ir stuðnings­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Þetta kem­ur fram í grein Kjart­ans Ólafs­son­ar, fyrr­ver­andi rit­stjóra og alþing­is­manns, í miðopnu Morg­un­blaðsins í dag. Þar er einnig birt skrá yfir hin 32 heim­ili sem urðu fyr­ir hler­un­um. Meðal þeirra sem sættu hler­un­um á um­ræddu tíma­bili, að sögn Kjart­ans, 12 alþing­is­menn og áttu 9 þeirra sæti á þingi þegar sím­ar þeirra voru hleraðir.  

Fram kem­ur í grein­inni að dóm­ar­ar heim­iluðu hler­an­irn­ar, án fyr­ir­stöðu, að beiðni dóms­málaráðherra, sem í til­vik­un­um sex til­heyrðu Sjálf­stæðis­flokkn­um, og í fjór­um til­vik­um af sex var ekki vísað í eina ein­ustu laga­grein til stuðnings hler­un­ar­beiðni.

„Með hinum víðtæku póli­tísku síma­hler­un­um var ráðist að heiðvirðu og vamm­lausu fólki með aðferðum sem al­mennt þykir aðeins við hæfi að beita gegn stór­hættu­leg­um glæpa­mönn­um svo sem eit­ur­lyfja­söl­um, meint­um morðingj­um eða landráðamönn­um. Þess­ar póli­tísku síma­hler­an­ir á ár­un­um 1949-1968 eru svart­ur blett­ur í sögu ís­lenska lýðveld­is­ins. Þær eru víti til varnaðar fyr­ir alla þá sem fara með æðstu völd, nú og á kom­andi árum.

Vel færi á því að nú­ver­andi dóms­málaráðherra, fyr­ir hönd ís­lenska rík­is­ins, bæði allt það fólk sem brotið var á með þess­um hætti af­sök­un­ar á ósóm­an­um – þá sem enn lifa og hina sem látn­ir eru. Niðjar þeirra eiga líka rétt á slíkri af­sök­un­ar­beiðni," seg­ir Kjart­an í grein­inni.

List­inn yfir heim­il­in 32, sem Kjart­an seg­ir að hafi verið hleruð á um­ræddu tíma­bili, er eft­ir­far­andi:

  1. Arn­ar Jóns­son leik­ari, fædd­ur 1943, og Þór­hild­ur Þor­leifs­dótt­ir, síðar leik­ari, leik­stjóri og leik­hús­stjóri, fædd 1945. Hlerað 1968. Bjuggu þá á Klepps­vegi 132 í Reykja­vík.
  2. Áki H. J. Jak­obs­son, alþing­ismaður og áður ráðherra, fædd­ur 1911, og Helga Guðmunds­dótt­ir hús­freyja, fædd 1910. Hlerað 1949 og 1951. Bjuggu þá í Drápu­hlíð 36 í Reykja­vík.
  3. Árni Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Þjóðvilj­ans og síðar fram­kvæmda­stjóri vinnu­heim­il­is SÍBS á Reykjalundi, fædd­ur 1907, og Hlín Ing­ólfs­dótt­ir hús­freyja, fædd 1909. Hlerað 1949. Bjuggu þá í Miðtúni 16 í Reykja­vík.
  4. Björn Krist­munds­son skrif­stofumaður, fædd­ur 1909. Hlerað 1949. Bjó þá á Bolla­götu 10 í Reykja­vík.
  5. Brynj­ólf­ur Bjarna­son, alþing­ismaður og áður ráðherra, fædd­ur 1898, og Hall­fríður Jón­as­dótt­ir hús­freyja, fædd 1903. Hlerað 1949 og 1951. Bjuggu þá á Brekku­stíg 14 B í Reykja­vík.
  6. Eðvarð Sig­urðsson, alþing­ismaður og lengi formaður Verka­manna­fé­lags­ins Dags­brún­ar, fædd­ur 1910, og Ingi­björg S. Jóns­dótt­ir hús­freyja (móðir Eðvarðs), fædd 1885. Hlerað 1961. Bjuggu þá í Litlu-Brekku við Þormóðsstaðaveg í Reykja­vík.
  7. Eggert Þor­bjarn­ar­son fram­kvæmda­stjóri, fædd­ur 1911, og Guðrún Rafns­dótt­ir hús­freyja, fædd 1910. Hlerað 1949 og 1951. Bjuggu þá á Lang­holts­vegi 33 í Reykja­vík.
  8. Ein­ar Ang­an­týs­son inn­heimtumaður, fædd­ur 1895, og Guðríður Ein­ars­dótt­ir gjald­keri (faðir og dótt­ir hans), fædd 1926. Hlerað 1949. Bjuggu þá á Hofs­valla­götu 23 í Reykja­vík.
  9. Ein­ar Ol­geirs­son alþing­ismaður, fædd­ur 1902, og Sig­ríður Þor­varðardótt­ir hús­freyja, fædd 1903. Hlerað 1949, 1951, 1961 og 1963. Bjuggu þá á Hrefnu­götu 2 í Reykja­vík.
  10. Finn­bogi Rút­ur Valdi­mars­son, alþing­ismaður og síðar banka­stjóri, fædd­ur 1906, og Hulda Jak­obs­dótt­ir, hús­freyja og síðar bæj­ar­stjóri, fædd 1911. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Mar­bakka í Kópa­vogi.
  11. Guðlaug­ur Jóns­son verkamaður, fædd­ur 1900, og Mar­grét Ólafs­dótt­ir hús­freyja, fædd 1895. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Hverf­is­götu 104B í Reykja­vík.
  12. Guðmund­ur Hjart­ar­son, er­ind­reki og síðar banka­stjóri Seðlabank­ans, fædd­ur 1914, og Þór­dís Þor­björns­dótt­ir hús­freyja, fædd 1916. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Hraun­teigi 23 í Reykja­vík.
  13. Guðmund­ur Vig­fús­son bæj­ar­full­trúi, fædd­ur 1915, og Marta Krist­munds­dótt­ir hús­freyja, fædd 1917. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Bolla­götu 10 í Reykja­vík.
  14. Hanni­bal Valdi­mars­son, alþing­ismaður og for­seti Alþýðusam­bands Íslands, áður ráðherra og líka síðar, fædd­ur 1903, og Sól­veig Ólafs­dótt­ir hús­freyja, fædd 1904. Hlerað 1961. Bjuggu þá á Laug­ar­nes­vegi 100 í Reykja­vík.
  15. Har­ald­ur S. Norðdahl toll­vörður, fædd­ur 1897, og Val­gerður Jóns­dótt­ir Norðdahl hús­freyja, fædd 1895. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Bergstaðastræti 66 í Reykja­vík.
  16. Hjalti Árna­son verkamaður, fædd­ur 1903, og Sig­ríður Friðriks­dótt­ir hús­freyja, fædd 1914. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Snorra­braut 32 í Reykja­vík.
  17. Jens Hall­gríms­son verkamaður, fædd­ur 1896, og Sig­ríður Ólafs­dótt­ir hús­freyja, fædd 1895. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Baugs­vegi 35 í Reykja­vík.
  18. Jón Bjarna­son, blaðamaður og frétta­stjóri, fædd­ur 1909, og Jó­hanna Bjarna­dótt­ir hús­freyja, fædd 1891. Hlerað 1949 og 1951. Bjuggu þá á Skóla­vörðustíg 19 í Reykja­vík.
  19. Krist­inn E. Andrés­son mag­ister, for­stjóri bók­mennta­fé­lags­ins Máls og menn­ing­ar, áður alþing­ismaður, fædd­ur 1901, og Þóra Vig­fús­dótt­ir hús­freyja, fædd 1897. Hlerað 1951 og 1961. Bjuggu 1951 í Þing­holts­stræti 27 í Reykja­vík en 1961 á Klepps­vegi 34 í Reykja­vík.
  20. Lúðvík Jóseps­son alþing­ismaður, áður og síðar ráðherra, fædd­ur 1914, og Fjóla Steins­dótt­ir hús­freyja, fædd 1916. Hlerað 1961 og 1968. Bjuggu þá á Miklu­braut 80 í Reykja­vík.
  21. Magnús Kjart­ans­son, rit­stjóri og alþing­ismaður, síðar ráðherra, fædd­ur 1919, og Kristrún Ágústs­dótt­ir hús­freyja, fædd 1920. Hlerað 1949, 1951, 1961, 1963 og 1968. Bjuggu þá á Há­teigs­vegi 42 í Reykja­vík. 
  22. Páll Bergþórs­son, veður­fræðing­ur og síðar veður­stofu­stjóri, fædd­ur 1923, og Hulda Bald­urs­dótt­ir hús­freyja, fædd 1923. Hlerað 1968. Bjuggu þá í Skafta­hlíð 8 í Reykja­vík.
  23. Ragn­ar Arn­alds kenn­ari, áður og síðar alþing­ismaður og ráðherra um skeið, fædd­ur 1938, og Hall­veig Thorlacius kenn­ari, síðar brúðuleik­ari, fædd 1939. Hlerað 1968. Bjuggu þá í Bólstaðar­hlíð 14 í Reykja­vík.
  24. Sig­fús A. Sig­ur­hjart­ar­son, bæj­ar­full­trúi og áður alþing­ismaður, fædd­ur 1902, og Sig­ríður Stef­áns­dótt­ir hús­freyja, fædd 1900. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Lauga­teigi 24 í Reykja­vík.
  25. Sig­urður Guðmunds­son rit­stjóri, fædd­ur 1912, og Ásdís Þór­halls­dótt­ir hús­freyja, fædd 1922. Hlerað 1949 og 1968. Bjuggu þá á Fálka­götu 1 í Reykja­vík.
  26. Sig­urður Guðna­son, alþing­ismaður og formaður Verka­manna­fé­lags­ins Dags­brún­ar, fædd­ur 1888, og Krist­ín Guðmunds­dótt­ir hús­freyja, fædd 1891. Hlerað 1949 og 1951. Bjuggu þá á Hring­braut 88 í Reykja­vík.
  27. Snorri Jóns­son járn­smiður, lengi formaður Fé­lags járniðnaðarmanna, síðar fram­kvæmda­stjóri Alþýðusam­bands Íslands og um skeið for­seti þess, fædd­ur 1913, og Agnes Magnús­dótt­ir hús­freyja, fædd 1921. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Kaplaskjóls­vegi 54 í Reykja­vík.
  28. Stefán Bjarna­son verkamaður, fædd­ur 1910, og Rósa S. Kristjáns­dótt­ir hús­freyja, fædd 1912. Hlerað 1968. Bjuggu þá á Sunnu­vegi 19 í Reykja­vík.
  29. Stefán Jak­obs­son múr­ara­meist­ari, fædd­ur 1895, og Guðrún Guðjóns­dótt­ir hús­freyja, fædd 1903. Hlerað 1951. Bjuggu þá á Há­teigs­vegi 30 í Reykja­vík.
  30. Stefán Ögmunds­son, prent­ari og prent­smiðju­stjóri, fædd­ur 1909, og Elín Guðmunds­dótt­ir hús­freyja, fædd 1912. Hlerað 1949. Bjuggu þá í Þing­holts­stræti 27 í Reykja­vík.
  31. Úlfur Hjörv­ar, rit­höf­und­ur og þýðandi, fædd­ur 1935, og Helga Helga­dótt­ir Hjörv­ar leik­ari, síðar for­stjóri Nor­ræna húss­ins í Þórs­höfn í Fær­eyj­um og nú for­stjóri Norður­bryggju í Kaup­manna­höfn, fædd 1943. Hlerað 1968. Bjuggu þá á Bergþóru­götu 1 í Reykja­vík.
  32. Þrá­inn Har­alds­son vél­virki, fædd­ur 1928, og Unn­ur Kristjáns­dótt­ir talsíma­kona, fædd 1931. Hlerað 1968. Bjuggu þá í Stóra­gerði 10 í Reykja­vík.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert