BHM mótmælir vinnubrögðum samninganefndar ríkisins

Staða samningamála var rætt yfir svonefndu kjarakaffi BHM í morgun.
Staða samningamála var rætt yfir svonefndu kjarakaffi BHM í morgun.

Banda­lag há­skóla­manna lýs­ir yfir óánægju með þau vinnu­brögð sem viðhöfð hafa verið við yf­ir­stand­andi kjara­samn­inga­gerð af hálfu samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá BHM.
 
„Aðild­ar­fé­lög BHM fara hvert um sig með samn­ings­um­boð fyr­ir sína fé­lags­menn.  Þau hafa falið BHM umboð til að ræða sam­eig­in­leg mál­efni fé­lag­anna við samn­inga­nefnd rík­is­ins.   Nú ligg­ur fyr­ir að aðild­ar­fé­lög­um BHM bjóðast tveir val­kost­ir.  Ann­ars veg­ar að gang­ast inn á samn­ing eins og þann sem gerður var við BSRB og SGS án frek­ari út­færslu, eða að hafna því til­boði. Slík­ur samn­ing­ur þýddi um­tals­verða kaup­mátt­ar­skerðingu fyr­ir fé­lags­menn aðild­ar­fé­laga BHM.
 
Samn­ings­rétt­ur­inn fót­um troðinn

Banda­lag há­skóla­manna túlk­ar þessi vinnu­brögð samn­inga­nefnd­ar rík­is­ins sem yf­ir­lýs­ingu um að aðkoma aðild­ar­fé­laga banda­lags­ins að samn­ingaviðræðum sé óþörf.  Banda­lagið sætt­ir sig ekki við að umboð aðild­ar­fé­laga þess til samn­inga­gerðar sé virt að vett­ugi á þenn­an hátt," seg­ir í til­kynn­ingu frá BHM.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert