Bjargað af hálendinu

Frá Hveravöllum á Kili.
Frá Hveravöllum á Kili. mbl.is/ÞÖK

Eldri hjón­um var komið til hjálp­ar á há­lend­inu í kvöld. Hjón­in sem eru dansk­ir ferðamenn höfðu beðið um aðstoð lög­regl­unn­ar eft­ir að þau festu jeppa­bif­reið sína á Ey­vind­arstaðaheiði í dag.

 Þau voru á leið frá Kjal­vegi yfir í Mæli­fells­dal í Skagaf­irði en fest­ust í aur­bleytu. Þau gátu gert vart við sig í gegn­um farsíma og fóru menn frá  Björg­un­ar­fé­lag­inu Blöndu frá Blönduósi á ein­um jeppa og aðstoðuðu hjón­in við að losa jepp­ann og fylgdu þeim niður á þjóðveg­inn.

 „Þau héldu síðan í átt til Sauðár­króks og ætla trú­leg­ast ekki upp á há­lendið í bráð," sagði Hilm­ar Frí­manns­son meðlim­ur í björg­un­ar­sveit­inni í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins.

 Hilm­ar tel­ur að merkja þurfi bet­ur hvaða veg­ir og vega­slóðar eru lokaðir á há­lend­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert