Eldhúsdagsumræður í kvöld

Ráðherrabekkur í Alþingishúsinu.
Ráðherrabekkur í Alþingishúsinu. mbl.is/Frikki

Al­menn­ar stjórn­má­laum­ræður, svo­nefnd­ar eld­hús­dagsum­ræður, verða á Alþingi í kvöld og hefjast klukk­an 19:50. Umræðurn­ar verða send­ar út í út­varpi og sjón­varpi. Umræðurn­ar fara þannig fram að hver þing­flokk­ur fær 22 mín­út­ur til umráða sem skipt­ast í þrjár um­ferðir, 10 mín­út­ur í fyrstu um­ferð og 6 mín­út­ur í ann­arri og síðustu um­ferð.

Röð flokk­anna verður þessi í öll­um um­ferðum:

Vinstri hreyf­ing­in – grænt fram­boð,
Sjálf­stæðis­flokk­ur,
Fram­sókn­ar­flokk­ur,
Sam­fylk­ing­in og
Frjáls­lyndi flokk­ur­inn.

Fyr­ir Vinstri­hreyf­ing­una – grænt fram­boð tala  Ögmund­ur Jónas­son,  Árni Þór Sig­urðsson og  Þuríður Backm­an. Ræðumenn Sjálf­stæðis­flokks verða Geir H. Haar­de, Guðfinna S. Bjarna­dótt­ir og Kristján Þór Júlí­us­son. Fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk tala Guðni Ágústs­son, Siv Friðleifs­dótt­ir og  Hösk­uld­ur Þór­halls­son. Fyr­ir Sam­fylk­ing­una tala Össur Skarp­héðins­son , Stein­un Val­dís Óskars­dótt­ir og Ein­ar Már Sig­urðar­son og fyr­ir Frjáls­lynda flokk­inn Guðjón A. Kristjáns­son, Jón Magnús­son og Grét­ar Mar Jóns­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert