Almennar stjórnmálaumræður, svonefndar eldhúsdagsumræður, verða á Alþingi í kvöld og hefjast klukkan 19:50. Umræðurnar
verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Umræðurnar fara þannig fram að
hver þingflokkur fær 22 mínútur til umráða sem skiptast í þrjár
umferðir, 10 mínútur í fyrstu umferð og 6 mínútur í annarri og síðustu
umferð.
Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum:
Vinstri hreyfingin – grænt framboð,
Sjálfstæðisflokkur,
Framsóknarflokkur,
Samfylkingin og
Frjálslyndi flokkurinn.
Fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð tala Ögmundur Jónasson, Árni Þór Sigurðsson og Þuríður Backman. Ræðumenn Sjálfstæðisflokks verða Geir H. Haarde, Guðfinna S. Bjarnadóttir og Kristján Þór Júlíusson. Fyrir Framsóknarflokk tala Guðni Ágústsson, Siv Friðleifsdóttir og Höskuldur Þórhallsson. Fyrir Samfylkinguna tala Össur Skarphéðinsson , Steinun Valdís Óskarsdóttir og Einar Már Sigurðarson og fyrir Frjálslynda flokkinn Guðjón A. Kristjánsson, Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson.