Engin afsökunarbeiðni

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur ekki að íslenska ríkið þurfi að biðjast afsökunar vegna símahlerana á árabilinu 1949–1968. Hann er þeirrar skoðunar að telji einstaklingar, að ríkið hafi á sér brotið, sé eðlilegt, að um það sé fjallað á grundvelli laga og réttar.

Kjartan Ólafsson, fyrrvrerandi ritstjóri og alþingismaður, skrifar í miðopnugrein í Morgunblaðinu í morgun að stjórnarskárvarinn réttur til friðhelgi einkalífs hafi verið brotinn á grófasta hátt þegar símar á samtals 32 heimilum hér á landi voru hleraðir vegna óska frá stjórnvöldum, í samtals sex hlerunarlotum á umræddu árabili. Fer Kjartan þess meðal annars á leit í grein sinni að núverandi dómsmálaráðherra biðji alla þá sem brotið var á með þessum hætti afsökunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.

Fjallað er um málið í sjónvarpsfréttum mbl í dag og m.a. rætt við Pál Bergþórsson, veðurfræðing, sem segist hafa vitað að sími sinn var hleraður. Aðrar helstu fréttir í mbl eru eftirtaldar:

Áhyggjur af þróun eldsneytisverðs

Fá aðstoð vegna neyðarástands

Vöknuð úr dái

Veðurblíða fyrir norðan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert