Enn langt í land í kjaraviðræðum

Fulltrúar BSRB á fundi með ráðherrum.
Fulltrúar BSRB á fundi með ráðherrum.

Óvissan í efnahagsmálunum er orðin ráðandi við frágang kjarasamninga. Öll stéttarfélög sem samið hafa í kjölfar kjarasamninganna á almenna vinnumarkaðinum í vetur hafa aðeins samið fram á fyrri hluta næsta árs.

Hjúkrunarfræðingar líta svo á að afstaða samninganefndar ríkisins (SNR) í viðræðum við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) hafi tekið verulegum breytingum eftir undirritun samkomulagsins við BSRB um helgina. Deilan er hjá ríkissáttasemjara og í gær höfnuðu hjúkrunarfræðingar tilboði SNR um sambærilegan samning og ríkið gerði við BSRB og SGS. Samninganefnd FÍH hefur boðað trúnaðarmenn til fundar á fimmtudag. Þar verður fjallað um hugsanlegar aðgerðir til að þrýsta á um samkomulag.

Innan BSRB er litið svo á að nýi samningurinn feli í sér að kaupmáttur félagsmanna sé varinn og hann gæti aukist á samningstímanum þrátt fyrir verðbólguspár. Megn óánægja er með að ekki náðist samkomulag um að vinna gegn kynbundnum launamun og bæta sérstaklega kjör umönnunarstétta. Skv. heimildum lagði ríkið fram hugmyndir um 300 milljóna kr. framlag í þessu skyni ef samið yrði til langs tíma. Því var hafnað. Fjármálaráðherra staðfesti í gær að nýgerðir samningar fælu í sér meiri launakostnaðarauka fyrir ríkissjóð en samningarnir sem gerðir voru á almenna vinnumarkaðinum.

Enn er ósamið við stóra hópa starfsstétta. Um seinustu áramót voru u.þ.b. 80 kjarasamningar lausir og hátt í 200 samningar losna á árinu. Er búið að gera 19 samninga það sem af er en þeir ná til mikils meirihluta launafólks. Næstkomandi laugardag losna samningar sjómanna og LÍÚ. Kjaralotunni er hvergi nærri lokið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert