Færri ungar óléttar

 Ólétt­um ung­lings­stúlk­um hef­ur fækkað jafnt og þétt á und­an­förn­um árum svo að ríf­lega þriðjungi færri stúlk­ur urðu ólétt­ar árið 2006 en árið 2000, sam­kvæmt töl­um frá Hag­stof­unni og land­læknisembætt­inu.

Þar sem stúlk­um í ald­urs­hópn­um und­ir tví­tugu hef­ur fjölgað, hef­ur ólétt­um hlut­falls­lega fækkað um 40%. Láta nær jafn marg­ar stúlk­ur eyða fóstri og ákveða að eiga barnið og hef­ur sú skipt­ing hald­ist nokkuð jöfn yfir tíma­bilið.

Árið 2000 var heim­ilað að selja neyðarpill­una án lyf­seðils auk þess sem Ástráður, fé­lag lækna­nema, hóf skipu­lagða kyn­fræðslu í skól­um. Skýr­ir þetta að stór­um hluta þessa fækk­un, að sögn Reyn­is Tóm­as­ar Geirs­son­ar, yf­ir­lækn­is kvenna­sviðs Land­spít­al­ans.

Björn Bergs­son, fag­stjóri í fé­lags­fræði við Mennta­skól­ann við Hamra­hlíð, nefn­ir jafn­framt aukna aðsókn í fram­halds­skól­ana sem seinki barneign­um hjá stúlk­um.

Íslensk­ar stúlk­ur und­ir tví­tugu hafa lengi verið í 2. sæti í frjó­semi á eft­ir þeim græn­lensku, sam­kvæmt töl­um Norður­landaráðs. Svo er enn sam­kvæmt nýj­ustu töl­um, frá 2005, en þá áttu fimmtán ís­lensk­ar stúlk­ur af hverj­um þúsund barn á meðan þær voru t.d. 67 á Græn­landi, þrett­án í Fær­eyj­um og sex í Nor­egi. Voru hér­lend­ar í 5. sæti yfir fjölda fóst­ur­eyðinga sama ár.

Reyn­ir Tóm­as seg­ir kon­ur ann­ars staðar á Norður­lönd­um nota frek­ar getnaðar­varn­ir en þær ís­lensku. Þegar hins veg­ar verði þung­un séu ís­lensk­ar kon­ur lík­legri til að eiga barnið auk þess að taka þá ákvörðun fyrr en aðrar nor­ræn­ar kon­ur. Seg­ir hann það m.a. skýr­ast með því að sam­bönd inn­an fjöl­skyld­unn­ar og sam­fé­lags­ins séu nán­ari hér­lend­is en ann­ars staðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert