Finna þarf lausn á húsnæðisvanda Fjölsmiðjunnar, að því er fram kom í svari Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokks, á Alþingi í gær.
Birkir og Jóhanna voru sammála um mikilvægi starfsemi Fjölsmiðjunnar en núverandi húsnæði er á undanþágu vegna brunavarna. „Ef ekki næst samstaða um það að finna frambúðarhúsnæði fyrir Fjölsmiðjuna þá verður bara að fara í mjög víðtækar endurbætur á þessu húsnæði sem ég held nú að svari ekki kostnaði,“ sagði Jóhanna.