Gunnlaugur Júlíusson langhlaupari hljóp tæpa 218 kílómetra á 24 klukkustundum á Borgundarhólmi á sunnudaginn og bætti árangur sinn um rúma 20 kílómetra.
Árangur Gunnlaugs er Íslandsmet í þessari grein, en hann varð í fjórða sæti í hlaupinu. Sá sem varð í fyrsta sæti hljóp 241 kílómetra á 24 klukkustundum.
Með hlaupinu er Gunnlaugur að undirbúa þátttöku sína í Spartaþoninu, sem fram fer í september í haust, en það er 246 kílómetra langt hlaup milli Aþenu og Spörtu á Grikklandi.