Lögreglan á Selfossi lagði hald á um tíu grömm af amfetamíni, en efnin fundust við leit í íbúð í bænum. Einn var handtekinn og viðurkenndi hann að hafa stundað fíkniefnasölu. Málið telst upplýst.
Í dag leitaði lögregla svo í bifreið manns sem stöðvaður var við reglubundið umferðareftirlit. Fíkniefnaleitarhundur var lögreglumönnum til halds og trausts og fann hann lítinn hassmola sem var vel falinn. Maðurinn á því yfir höfði sér kæru, og verður líklega gert að greiða sekt.