Matvælafrumvarpi frestað

Frumvarpið gerði m.a. ráð fyrir að opnað verði fyrir innflutning …
Frumvarpið gerði m.a. ráð fyrir að opnað verði fyrir innflutning á hráu kjöti árið 2009.

Ákveðið hef­ur verið að fresta til hausts af­greiðslu frum­varps um að lög­leiða mat­væla­regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins. Ein­ar K. Guðfinns­son, land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, staðfest­ir þetta í Bænda­blaðinu í dag.

Ein­ar seg­ir við blaðið, að  í þeim um­sögn­um sem borist hafi um frum­varpið frá  hags­munaaðilum sé al­gengt að menn óski eft­ir frest­un á af­greiðslu svo betri tími gef­ist til að gaum­gæfa þessa mik­il­vægu lög­gjöf. Hins veg­ar kom­ist afar fáir að þeirri niður­stöðu að rétt sé að hafna frum­varp­inu í heild sinni. 

Þing­flokk­ur VG hef­ur sent frá sér álykt­un þar sem þess­ari niður­stöðu er fagnað Eng­inn vafi sé á því, að samstaða og sam­taka­mátt­ur Bænda­sam­tak­anna, ís­lenskra mat­væla­fram­leiðenda og neyt­enda, sér­fræðinga í mat­væla­heil­brigði og fjöl­margra sveit­ar­fé­laga á lands­byggðinni skipti sköp­um um und­an­hald ráðherra.

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert