Orkufrumvarp opnar á einkavæðingu

Orku­frum­varp iðnaðarráðherra opn­ar á stór­fellda sölu á al­manna­eig­um og sáir þannig fræj­um einka­væðing­ar til framtíðar. Þetta er mat Álf­heiðar Inga­dótt­ur, þing­manns Vinstri grænna, en önn­ur umræða um frum­varpið fór fram á Alþingi í gær.

Meiri­hluti iðnaðar­nefnd­ar, und­ir for­ystu Katrín­ar Júlí­us­dótt­ur, hef­ur lagt til ákveðnar breyt­ing­ar á frum­varp­inu, m.a. þess efn­is að op­in­ber­um aðilum verði áfram heim­ilt að fram­selja hver öðrum orku­auðlind­ir og að bann við var­an­legu framsali vatns­rétt­inda til einkaaðila nái ekki til auðlinda með virkj­an­legt afl sem er inn­an við 10 mega­vött, en í frum­varp­inu er miðað við 7 MW.

Vinstri græn leggj­ast gegn þess­ari breyt­ing­ar­til­lögu en Álf­heiður benti á að með því verði heim­ilt að einka­væða bæði Mjólkár­virkj­un og Anda­kíls­virkj­un sem ann­ars hefði ekki verið leyfi­legt. Hún gagn­rýndi einnig harðlega að ekki verið verið haft sam­ráð við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga við vinnslu frum­varps­ins. Þá leggj­ast Vinstri græn gegn fyr­ir­hugaðri upp­skipt­ingu orku­fyr­ir­tækja, þannig að sér­leyf­is­rekst­ur og sam­keppn­is­rekst­ur sé ekki í sama fyr­ir­tæki. Þetta þýði aðeins tvö­falda yf­ir­bygg­ingu og að eng­in rök séu fyr­ir því.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka