„Ósamstíga stjórn"

Guðjón A. kristjánsson segir stjórnina ósamstíga.
Guðjón A. kristjánsson segir stjórnina ósamstíga. mbl.is/Ásdís

„Sjaldan hefur þjóðin horft upp á jafn ósamstíga stjórn," sagði Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins á eldhúsdagsumræðum á alþingi í kvöld.

Hann sagði að málin sem stjórnarflokkarnir eru ekki sammála um væru orðin fjölmörg og færi fjölgandi. „Spyrja má hversu lengi ríkisstjórnin þoli innbyrðis ósætti á erfiðum tímum, þegar þjóðin þarf á styrkri stjórn að halda," sagði Guðjón Arnar.

„Við vitum að einstakir þingmenn Samfylkingar eru óánægðir með slælega framgöngu ríkisstjórnarinnar vegna mannréttindaúrskurðar Sameinuðu þjóðanna, þó ráðherrar flokksins virðist láta sér vel líka í notalegum ráðherrastólum," sagði Guðjón Arnar og bætti við að mikill ágreiningur væri innan ríkisstjórnarinnar um hvalveiðar .


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert