Skrifaði lyfseðla á nöfn án leyfis

Land­læknisembættið er með til rann­sókn­ar mál lækn­is, sem hef­ur látið ávísa ávana­bind­andi lyfj­um á menn án þeirra vit­und­ar. Þetta kem­ur fram í Frétta­blaðinu í dag og seg­ir blaðið að lækn­ir­inn hafi verið leyst­ur frá störf­um.

Sami lækn­ir, Magnús Skúla­son, yf­ir­lækn­ir á Sogni, var svipt­ur rétt­ind­um til að skrifa lyf­seðla í fyrra vegna þess að hann hafði ávísað miklu magni af ávana­bind­andi lyfj­um til fólks án þess að geta gefið upp hald­bæra ástæðu til þess.

Frétta­blaðið seg­ir, að lyf­in, sem Magnús ávísaði á, hafi verið sótt af manni sem starfaði við áfeng­is­ráðgjöf fanga en ekki sé vitað hvað varð um lyf­in. Blaðið seg­ir að Magnús hafi gefið þá skýr­ingu á gerðum sín­um, að hann hefði meðhöndlað hátt­setta menn, sem ekki vildu láta tengja nöfn sín við þessi lyf. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert