Skrifaði lyfseðla á nöfn án leyfis

Landlæknisembættið er með til rannsóknar mál læknis, sem hefur látið ávísa ávanabindandi lyfjum á menn án þeirra vitundar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og segir blaðið að læknirinn hafi verið leystur frá störfum.

Sami læknir, Magnús Skúlason, yfirlæknir á Sogni, var sviptur réttindum til að skrifa lyfseðla í fyrra vegna þess að hann hafði ávísað miklu magni af ávanabindandi lyfjum til fólks án þess að geta gefið upp haldbæra ástæðu til þess.

Fréttablaðið segir, að lyfin, sem Magnús ávísaði á, hafi verið sótt af manni sem starfaði við áfengisráðgjöf fanga en ekki sé vitað hvað varð um lyfin. Blaðið segir að Magnús hafi gefið þá skýringu á gerðum sínum, að hann hefði meðhöndlað háttsetta menn, sem ekki vildu láta tengja nöfn sín við þessi lyf. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert