Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gærkvöldi afskipti af 14 ára stúlku, sem ók bíl. 18 ára vinur hennar var einnig í bílnum og hafði leyft stúlkunni að aka. Sá á von á sekt vegna þessa athæfis.
Fimm ökumenn voru stöðvaðir á svæðinu í gærkvöldi og nótt vegna hraðaksturs. Sá sem hraðast ók var mældur á Reykjanesbraut á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Einn af þessum fimm var með útrunnið ökuskírteini. Hraði hinna var 112 og 114 á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Tveir voru svo stöðvaðir á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. Hraði þeirra mældist 95 km og 98 km.
Þá var ökumaður handtekinn vegna gruns um ölvunarakstur.