916 látnir í umferðinni á 40 árum

00:00
00:00

Mörg hundruð skópör­um var raðað fyr­ir fram­an Dóm­kirkj­una í Reykja­vík í dag, og voru þau jafn mörg og fórn­ar­lömb um­ferðarslysa á land­inu und­an­far­in 40 ár, eða síðan skipt var yfir í hægri um­ferð á ís­landi.

Þetta var liður í um­ferðarör­yggis­viku sem Um­ferðaráð hef­ur efnt til.

Það voru ann­ars árs nem­end­ur við Lista­há­skóla Íslands sem röðuðu skón­um upp, en verk­efnið var hugsað sem tákn­mynd þeirra fórna sem ís­lenska þjóðin hef­ur fært á veg­um lands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert