Akstur talinn sannaður

Héraðsdóm­ur Suður­lands hef­ur dæmt karl­mann um fer­tugt í 140 þúsund króna sekt og svipt hann öku­rétt­ind­um í ár fyr­ir að aka und­ir áhrif­um áfeng­is. Lög­regla kom að mann­in­um und­ir stýri á bíl á bíla­stæði á Eyr­ar­bakka í fe­brú­ar.

Lög­reglumaður sagðist hafa séð mann­inn setj­ast und­ir stýri og færa bíl­inn til. Þegar að var komið var bíll­inn ekki í gangi og maður­inn sagðist ekki vita um kveikju­lá­slykl­ana. Hann sagði fyr­ir dómi, að hann hefði aðeins verið að sækja geisladiska út í bíl­inn en lykl­arn­ir hefðu verið inni í húsi. 

Dóm­ur­inn seg­ir í niður­stöðu, að þótt lög­reglumaður­inn hafi verið einn við eft­ir­lit þetta kvöld verði að telja sannað með staðföst­um og skýr­um vitn­is­b­urði hans fyr­ir dómi, að maður­inn hefði ekið bíln­um. Áfeng­is­magn í blóði manns­ins mæld­ist 1,29‰. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert