Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hvetur viðskiptabanka til að vera sveigjanlega og slaka á innheimtukröfum gagnvart ungu fólki sem er í greiðsluerfiðleikum. Þetta sagði hún í samtali við sjónvarp mbl en í Morgunblaðinu í dag kemur fram að margt ungt fólk sé illa statt vegna mikilla skulda.
Forstöðumaður hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna segir í grein blaðsins að staða margra hafi versnað eftir að bankarnir stöðvuðu útlán í vetur. Félagsmálaráðherra segir þetta áhyggjuefni, en að ýmislegt sé unnt að gera til að koma til móts við þennan hóp fólks, meðal annars vonast hún til að frumvarp um greiðsluaðlögun fái brautargengi á Alþingi ekki síðar en í haust og verið sé að undirbúa tillögur um húsnæðissparnaðarreikning.
Aðrar fréttir í sjónvarpi mbl:
Íslendingur stunginn í Kaupmannahöfn
Þjóðhátíðarbúnaður brann í Vestmannaeyjum
Líðan 5 ára stúlku óbreytt
Met slegin á Everest
Hugleikur myndskreytir nýja símaskrá