BHM sameinast í viðræðum

Mikill meirihluti aðildarfélaga BHM ákvað í gærkvöldi að hefja formlega samvinnu í viðræðum við ríkið um kjarasamninga. Nú stendur yfir fyrsti samráðsfundur félaganna í Borgartúni 6 þar sem verið er að vinna drög að kröfugerð. Hvert félag heldur hins vegar sínum samningsrétti segir formaður BHM.

Formaður BHM, Guðlaug Kristjánsdóttir, mun síðar í dag hafa samband við samninganefnd ríkisins og fara fram á fund með samráðshópnum.

Guðlaug segir að þrátt fyrir að samþykkt hafi verið að fara í samstarf þá haldi félögin innan vébanda BHM áfram sínum samningsrétti líkt og eðlilegt sé.

„Við erum að samræma okkar framsetningu og þá sjáum við hverjir verða um borð. Við  settum það sem markmið að hafa samband við samninganefnd ríkisins í hádeginu í dag upp á að biðja um sameiginlegan fund," sagði Guðlaug í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka