Eftirlit með „svörtum blettum“

Ákveðið hef­ur verið að efla eft­ir­lit með svo­nefnd­um svört­um blett­um á hring­veg­in­um í sum­ar og fram á haust. Með svört­um blett­um er átt við veg­arkafla þar sem mörg slys verða. Vega­gerðin held­ur utan um skil­grein­ingu á slík­um „blett­um“ og hef­ur látið lög­reglu í té kort yfir verstu veg­arkafl­ana. Af aug­ljós­um ástæðum er ekki venja að birta al­menn­ingi slík kort.

„Það verða til dæm­is aukn­ar hraðamæl­ing­ar á þeim stöðum sem metn­ir eru hættu­leg­ir,“ seg­ir Sig­urður Helga­son, verk­efna­stjóri hjá Um­ferðar­stofu. Hann, líkt og aðrir viðmæl­end­ur Morg­un­blaðsins, fagn­ar fram­tak­inu og von­ast er til að bana­slys­um fækki í kjöl­farið.

Þessi stefna, að ráðast beint að rót­um vand­ans, þ.e. að taka fyr­ir þá staði þar sem flest slys verða, hef­ur fengið meira vægi í for­vörn­um und­an­far­in ár. Ágúst Mo­gensen, for­stöðumaður rann­sókn­ar­nefnd­ar um­ferðarslysa, seg­ir að m.a. sé litið til þeirra þjóða sem nái góðum ár­angri í bar­átt­unni gegn um­ferðarslys­um og reynt að læra af þeim. „Við erum alltaf í meira mæli að nota töl­fræðina, og sáum í fyrra minni meðal­hraða og færri bana­slys.“ Ágúst minn­ir þó á að al­var­leg slys hafi verið fleiri en viðun­andi sé. Á síðasta ári urðu fimmtán bana­slys í um­ferðinni, en þau voru 28 árið 2006, og lést þá 31 ein­stak­ling­ur.

Vega­gerðin mun jafn­framt halda áfram að fækka ein­breiðum brúm í sum­ar. Í dag eru 50 ein­breiðar brýr á hring­veg­in­um en reynt er að fækka um 10–20 ein­breiðar brýr á öllu land­inu á ári. Í fyrra var fækkað um 23 ein­breiðar brýr en ekki er ljóst hversu marg­ar þær verða í ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert