Frumvörp um eftirlaun og Breiðavík koma ekki fram nú

Þingsalur Alþingis.
Þingsalur Alþingis. mbl.is/Brynjar Gauti

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, lýsti því yfir á Alþingi í kvöld, að frum­vörp um breyt­ing­ar á eft­ir­launa­lög­um og um bæt­ur til þeirra sem dvöldu á Breiðavík­ur­heim­il­inu á sín­um tíma, komi ekki fram á Alþingi nú í vor. Bú­ast megi við slík­um frum­vörp­um í haust. 

Um eft­ir­launa­lög­in sagði Geir, að for­menn stjórn­ar­flokk­anna hefðu rætt það mál og beint þeirri ósk til formanna annarra stjórn­mála­flokka á Alþingi að all­ir flokk­ar vinni sam­eig­in­lega að þessu máli til að finna á því lausn. Hefðu þeir tekið vel í þá mála­leit­an. Sagði Geir, að vænt­an­lega verði unnið í sum­ar að því þing­máli, sem yrði lagt fram í haust.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, sagðist fagna því að niðurstaða hefði feng­ist í þetta mál.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka