Jólakötturinn er á meðal þeirra sem er að finna á síðum Símaskrárinnar 2008, sem kom út í dag, en að vísu er hann meðal persóna og leikenda í myndasögu sem prýðir skrána að þessu sinni.
Sagan er eftir Hugleik Dagsson, sem áritaði fyrstu eintökin af skránni, sem afhent voru í dag.
Myndasagan heitir Garðarshólmi, og auk jólakattarins eru í henni fjöll, kind, villikýr - sem einnig prýða forsíðu skráinnar - og lítill drengur sem sendur er í sveit.