Jólakötturinn í símaskránni

00:00
00:00

Jóla­kött­ur­inn er á meðal þeirra sem er að finna á síðum Síma­skrár­inn­ar 2008, sem kom út í dag, en að vísu er hann meðal per­sóna og leik­enda í mynda­sögu sem prýðir skrána að þessu sinni.

Sag­an er eft­ir Hug­leik Dags­son, sem áritaði fyrstu ein­tök­in af skránni, sem af­hent voru í dag.

Mynda­sag­an heit­ir Garðars­hólmi, og auk jólakatt­ar­ins eru í henni fjöll, kind, villikýr - sem einnig prýða forsíðu skrá­inn­ar - og lít­ill dreng­ur sem send­ur er í sveit.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka