Landsvirkjun semur við Ístak um að ljúka við Hraunaveitu

Þrátt fyrir góðviðri á Norðausturlandi er Hálslón í klakaböndum.
Þrátt fyrir góðviðri á Norðausturlandi er Hálslón í klakaböndum. Ljósmynd/Þórhallur Árnason

Stjórn Lands­virkj­un­ar hef­ur ákveðið að ganga til samn­inga við Ístak um að ljúka fram­kvæmd­um við Hrauna­veitu Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Í kjöl­far gjaldþrots Arn­ar­fells, sem upp­haf­lega var með verkið, stofnaði Lands­virkj­un dótt­ur­fé­lagið Hrauna­veitu ehf. og yf­ir­tók verk­efnið og hluta af starfs­mönn­um við fram­kvæmd­irn­ar. Form­legt veit­ing­ar­bréf til Ístaks verður sent út nú í vik­unni.

Sig­urður Arn­alds, talsmaður Kára­hnjúka­virkj­un­ar hjá Lands­virkj­un, seg­ir Ístak byrjað að ræða við starfs­menn Hrauna­veitu ehf. um áfram­hald­andi störf að verk­efn­inu. Von­ir standi til að það gangi upp að mestu og manna­skipti verði sem allra minnst. 130 vinna nú við Hrauna­veitu, Íslend­ing­ar og út­lend­ing­ar til helm­inga. Starfs­mönn­um mun þó fjölga í um 250 í sum­ar. Ístak bauð í gerð Hrauna­veitu ásamt Arn­ar­felli og nam til­boðið tæp­um 2,2 millj­örðum króna án virðis­auka­skatts. Samið er nú við Ístak á þeim grunni. Um er að ræða vinnu við Kelduá, öll göng og fram­kvæmd­ir þar fyr­ir aust­an og lok vinnu við Jök­uls­ár­veitu og Ufs­ar­stíflu.

Jök­uls­ár­veita til­bú­in í sum­ar

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert