Leikur Íslands gegn Serbíu ekki á RÚV

Margrét Lára Viðarsdóttir, íþróttamaður ársins, verður ekki í beinni útsendingu …
Margrét Lára Viðarsdóttir, íþróttamaður ársins, verður ekki í beinni útsendingu á RÚV í dag. mbl.is/Algarvephotopress

Leikur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Serbum í undankeppni Evrópumóts landsliða verður ekki sýndur í beinni útsendingu eins og til stóð á RÚV. Hrafnkell Kristjánsson yfirmaður íþróttadeildar RÚV segir að þeir aðilar sem búið var að semja við vegna útsendingarinnar hafi ekki staðið við samkomulagið. 

„Við höfum fengið ýmsar útskýringar frá þessum aðilum og úr því sem komið er getum við ekkert gert. RÚV hafði samið við aðila sem starfa fyrir serbneska sjónvarpið um þessa útsendingu. Þeir standa einfaldlega ekki við það samkomulag og staðan er því slæm. Við settum okkur það markmið að sýna alla leiki kvennalandsliðsins í þessari keppni og það eru mikil vonbrigði að málið hafi endaði í þessum farvegi,“ sagði Hrafnkell rétt í þessu.

Blaðamaður mbl.is, sem staddur er á Kragujevac-leikvanginum í Serbíu þar sem leikurinn fer fram, hefur ekki séð myndatökumenn á svæðinu sem hafa gert sig líklega til þess að sýna frá leiknum.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu á mbl.is og er hægt að nálgast lýsinguna með því að smella hér.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert