Ríkið hafnaði gagntilboði hjúkrunarfræðinga

Samninganefnd ríkisins hafnaði í dag gagntilboði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) en það tilboð var svar við tilboði ríkisins í byrjun vikunnar. Hjúkrunarfræðingar segja að í tilboði ríkisins felist gjaldfelling á menntun hjúkrunarfræðinga. 

Tilboð ríkisins var á sömu nótum og samningur, sem gerður var við BSRB og Starfsgreinasambandið um síðustu helgi. Gert var m.a. ráð fyrir að launataxtar hækkuðu um 20.300 krónur á mánuði.

Í ályktun, sem samninganefnd Fíh samþykkti í dag segir m.a., að það sé mat nefndarinnar að samninganefnd ríkisins krefjist þess með tilboði sínu að hjúkrunarfræðingar framselji í raun samningsumboð sitt til BSRB, sem Fíh eigi enga aðild að, auk þess sem tilboðið feli í sér verulega skerðingu kaupmáttar hjúkrunarfræðinga.

Ríkissáttasemjari hefur boðað til nýs fundar í deilunni á föstudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert