Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í eins mánaðar fangelsi skilorðsbundið fyrir að hafa veitt konu sem var gestkomandi á heimili unnustu hans í Hveragerði í mars í fyrra áverka er hann réðst á hana með með höggum og spörkum, bæði í andlit og búk, með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti á öllum útlimum og andliti, eymsli í kjálkalið og vöðvum. 

Árásin átti sér um miðjan dag en árásarmaðurinn var ofurölvi, samkvæmt vitnisburði vitna.  

Segir í niðurstöðu héraðsdóms að svo virðist sem rannsókn málsins hafi verið lokið í mars 2007 en lögregluskýrsla var aftur tekin af fórnarlambinu í nóvember 2007. Ákæra var gefin út 18. desember 2007. Segir í dómunum að árásarmanninum verði ekki kennt um þann drátt sem varð við rannsókn málsins né þann drátt sem hefur orðið á málinu frá því það var þingfest fyrir héraðsdómi þann 7. febrúar sl. Var litið til þess við ákvörðun refsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert