Utanríkismálanefnd afgreiðir ályktun gegn Guantánamó

Fangar í Guantánamobúðunum.
Fangar í Guantánamobúðunum.

Utanríkismálanefnd Alþingis hefur afgreitt ályktun, sem Katrín Jakobsdóttir og aðrir þingmenn VG lögðu fram á Alþingi um að fordæma ólöglega og ómannúðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantánamo-flóa á Kúbu.

Nefndin segir í samhljóða áliti, að hún ítreki mikilvægi þess að alþjóðleg mannúðar- og mannréttindalög séu ætíð virt af öllum ríkjum heims. Nefndin hafi skilning á mikilvægi baráttunnar gegn hryðjuverkum, en árétti að sú barátta geti aldrei réttlætt mannréttindabrot.

Lögð er til orðalagsbreyting á ályktunartillögunni, sem hljóðar svo samkvæmt tillögu utanríkismálanefndar: Alþingi fordæmir ómannúðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantánamo-flóa á Kúbu, hvetur til þess að búðunum verði lokað og felur ríkisstjórninni að koma þeirri afstöðu á framfæri við bandarísk stjórnvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert