Yfirlæknir til rannsóknar

Yf­ir­lækn­ir Rétt­ar­geðdeild­ar­inn­ar á Sogni hef­ur verið sett­ur af eft­ir að upp komst að hann lét ávísa ávana­bind­andi lyfj­um á menn án þeirra vit­und­ar. Matth­ías Hall­dórs­son aðstoðarland­lækn­ir seg­ir málið í rann­sókn hjá embætt­inu og óvíst hvenær end­an­legr­ar niður­stöðu er að vænta. Lyf­in sem um ræðir eru örv­andi, am­feta­mín og met­hylp­heni­da­te (rítalín).

Ekki hef­ur verið leitt í ljós með óyggj­andi hætti hversu miklu af lyfj­un­um var ávísað en talið er að það sé á milli eitt og tvö þúsund töfl­ur. Þá ligg­ur ekki fyr­ir hvernig lyf­in voru notuð.

Yf­ir­lækn­ir­inn, Magnús Skúla­son, var á síðasta ári svipt­ur leyfi til ávís­un­ar svo­nefndra eft­ir­rit­un­ar­skyldra lyfja, var und­ir eft­ir­liti land­læknisembætt­is og gat því ekki ávísað lyfj­un­um sjálf­ur. Til þess fékk hann aðra lækna. Matth­ías seg­ir það hins veg­ar hafa verið gert í góðri trú, og eru þeir ekki und­ir rann­sókn. Það er hins veg­ar maður­inn sem sótti lyf­in í lyfja­versl­an­ir.

„Þetta eru eft­ir­lits­skyld lyf og þá verður að sækja lyf­in og viðkom­andi sýna skil­ríki. Þessi maður sýndi ávallt skil­ríki en svo þótti það und­ar­legt að hann væri alltaf að sækja lyf fyr­ir fleiri en einn og aðra en sjálfa sig,“ seg­ir Matth­ías sem reikn­ar fast­lega með að þætti manns­ins verði vísað til lög­reglu. Sá starfar ekki inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins.

Lyfj­un­um var ávísað á menn sem lent hafa á glap­stig­um í líf­inu, án þeirra vit­und­ar.

Sem stend­ur er sett­ur yf­ir­lækn­ir á rétt­ar­geðdeild­inni en erfiðlega gæti reynst að finna eft­ir­mann. Ekki alls fyr­ir löngu var aug­lýst eft­ir geðlækni á deild­ina, en þá barst ekki um­sókn. Að sögn Matth­ías­ar verður reynt eins og hægt er að finna eft­ir­mann og það sem fyrst.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka